Foreldraráð 2016-2017 skipa:

Ingunn María Björnsdóttir
Gunnar T. Halldórsson
Anna María Magnúsdóttir


Reglur Foreldraráðs.

  • Foreldraráð kemur saman eins oft og þurfa þykir þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári.
  • Einn fulltrúi situr áfram í tvö ár.
  • Leikskólastjóri skal starfa með foreldraráði.
  • Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags þar sem einn fulltrúi er í foreldraráði og stjórn foreldrafélags.

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi innihald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Erindi frá foreldrum skulu berast skriflega til foreldraráðs.

  • Foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til leikskólans og fræðslunefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða skólahaldið.
  • Foreldraráð fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar fyrir foreldrum.
  • Foreldraráð kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og fræðslunefndar.